Meðlimir


Eggert Pálsson (’60) lagði stund á slagverks- og píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík og síðar við Tónlistarháskólann í Vín, Austurríki. Hann gerðist 1sti pákuleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 1987 og hefur gegnt því starfi síðan.

Auk þess að kenna við ýmsa tónlistarskóla hefur hann verið félagi í ýmis konar tónlistarhópum, m.a. Kammersveit Reykjavíkur, Caput, Benda, La Cappella, Wiener Bach-solisten og fleirum. Er stofnfélagi í Voces Thules.

Along he has taught in various Music schools and been member of different music groups e.g. Kammersveit Reykjavíkur, Caput, Benda, La Capella, Wiener Bach-solisten and more. He is one of the founding members of Voces Thules.Einar Jóhannesson er fæddur í Reykjavík og nam klarínettuleik við Tónlistarskólann í Reykjavík og The Royal College of Music í London, þar sem hann vann til Frederick Thurston verðlaunanna. Hann hefur gegnt stöðu 1. klarínettuleikara í Sinfóníuhljómsveit Íslands síðan 1980. Árið 1976 vann Einar samkeppni um þáttöku í “Live Music Now” sem Sir Yehudi Menuhin stofnaði, og hlaut síðar Sonning verðlaunin fyrir unga norræna einleikara.

Einar er einn þeirra sem fjallað er um í bók breska tónlistarfræðingsins Pamelu Weston ” Clarinet Virtuosi of Today “. Hann er tíður gestur á tónlistarhátíðum víða um heim og hefur leikið fyrir útvarps og sjónvarpsstöðvar margra landa. Einar hefur frumflutt fjölda verka, sem eru sérstaklega skrifuð fyrir hann, jafnt einleikskonserta, kammerverk og verk fyrir einleiksklarínettu.
Einar er stofnfélagi nokkurra kammerhópa, til dæmis Blásarakvintetts Reykjavíkur og Tríós Borealis. Hann er einnig 1. klarínettuleikari Kammersveitar Reykjavíkur og félagi í miðaldasönghópnum Voces Thules.


Eiríkur Hreinn Helgason, baryton, stundaði nám við Söngskólann í Reykjavík, við Nýja Tónlistarskólann og við Hochschule für Music und Darstellende Kunst í Vínarborg. Auk þess hefur hann sótt einkatímum hjá ýmsum söngvurum og söngkennurum hér á landi og erlendis.

Eiríkur hefur sungið einsöng með fjölda kóra, tekið þátt í flutningi stærri kirkjuverka sem einsöngvari og sungið nokkur hlutverk hjá Íslensku óperunni. Þá hefur hann um áratugaskeið verið atkvæðamikill sem einsöngvari við kirkjulegar athafnir.

Eiríkur hefur verið meðlimur Voces Thules frá árinu 1997.Guðlaugur Viktorsson er fæddur á Akureyri en ólst upp í Stórutjarnarskóla í Ljósavatnsskarði. Þar hóf hann sitt tónlistarnám, en leiðin lá síðar í Tónlistarskólann á Akureyri þar sem hann lauk námi af tónlistarkjörsviði frá M.A. Guðlaugur er tónmenntakennari frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og hefur lokið burtfararprófi í söng frá Söngskólanum í Reykjavík.

Guðlaugur hefur lengi starfað sem tónmenntakennari en starfar um þessar mundir sem söngkennari við Tónlistarskólann í Hafnarfirði. Hann hefur í rúm 20 ár starfað sem kórstjóri og stjórnar í dag Kór Mennaskólans í Reykjavík, Lögrelukór Reykjavíkur og Karlakór Keflavíkur auk þess að starfa sem tónlistarmaður við Grafarvogskirkju.

Guðlaugur hefur víða komið fram á tónleikum heima og heiman sem einsöngvari, kórstjóri eða kammermúsíkant. Guðlaugur er einn af stofnendum Voces Thules.Sigurður Halldórsson lauk námi frá Guildhall School of Music sumarið 1990 og hefur síðan starfað sem kennari, einleikari og kammertónlistarmaður. Hann hefur fengist við fjölbreytilega tónlistarstíla allt frá miðöldum til nútímans og starfar með Caput hópnum, Voces Thules, Camerarctica, Skálholtskvartettinum og Bachsveitinni í Skálholti. Hann hefur, bæði sem einleikari og með fyrrnefndum hópum, komið fram á alþjóðlegum listahátíðum víða um Evrópu, Norður-Ameríku og Japan, og hljóðritað fjölda hljómdiska.

Sigurður hefur flutt stórann hluta tónbókmenntanna fyrir selló og píanó vítt og breitt, bæði á Íslandi, austan hafs og vestan ásamt Daníel Þorsteinssyni píanóleikara, en þeir hafa starfað saman í aldarfjórðung. Þá hefur hann leikið allar einleikssvítur Bachs á Sumartónleikum í Skálholtskirkju og hljóðritað sellókonserta eftir Vivaldi með Bachsveitinni í Skálholti og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hann hefur tileinkað sér þá vinnuaðferð að leika alla tónlist á hljóðfæri í stíl hvers tíma að því marki sem aðstæður leyfa.

Hann hefur alla tíð sem tónlistarmaður verið virkur í skipulagninu á tónleikahaldi og hljóðritunum. Hann var einn af stofnendum og aðalaðstandenum 15:15 tónleikasyrpunnar sem sett var á fót árið 2002. Þá hefur hann starfað sem listrænn stjórnandi Sumartónleika í Skálholtskirkju síðan í desember 2004.Sigurður kemur oft fram á vettvangi impróviseraðrar tónlistar. Hann hefur unnið í leikhúsi, m.a. að nokkrum tilraunasýningum í dans- og músikleikhúsi. Hann hefur haldið ýmis námskeið og fyrirlestra og stundað kennslu í sellóleik og kammertónlist. Hann er fagstjóri í nýrri mastersgráðu sem Listaháskóli Íslands stendur að í samvinnu við fjóra aðra tónlistarháskóla í Evrópu.

One Response to “Meðlimir”

 1. Helma Weber Says:
  október 4th, 2011 at 18:19

  Tak til den dejligt aften, den 1.10.2011 i Frankfurt…Jeres musik er vidunderlig. Jeg har haft god fornøjelse.
  Og nu begynder Book-Fair, og jeg glæder mig på mange andre arrangementer i byen.
  Hilsen fra
  Helma Weber

Leave a Reply

*