Skriðuklaustur, Voces Thules syngja í klaustri!

Voces Thules komu fram við lok hátíðarinnar Ormsteiti á hinu sögufræga Skriðuklaustri í Fljótsdal 21. ágúst. Bæði voru flutt veraldleg lög á tónleikum við safnið að Skriðuklaustri en einnig sungin messa í rústum munkaklaustursins á Skriðuklaustri.

Voces Thules hafa ekki heimildir um hvenær síðast var sungin miðalda, íslensk, messutónlist úr tónlistararfinum, á þessum stað. Kannski hefur það ekki verið gert frá því klaustrið var lagt niður árið 1552 við siðaskiptin, hver veit?

Sr. Lára G.Oddsdóttir, sóknarprestur á Valþjófsstað þjónaði fyrir altari en bróðir David Tencer í reglu KAPÚSÍNA-munka á Kollaleiru við Reyðarfjörð, tók einnig þátt í helgihaldinu ásamt og fleirum (sjá ljósmynd).

Leave a Reply

*