Vestr fórk of ver – Kanadaferð í október

Voces Thules ætla í söng- og skoðunarferð til Íslendingabyggða í Kanada 6. – 17. október og býðst áhugasömum að slást í för og upplifa tónlist, stórbrotið landslag, mannlíf og góðan félagsskap ásamt því að fræðast um Vestur – Íslendinga og menningu þeirra í Kanada.

Tónleikar og samkomur verða með Vestur- Íslendingum á Kanadasléttunni. Flogið til Edmonton og ekið um Red Deer / Markerville, heimabæ Stephans G. Stephansson, Banff í Klettafjöllum, Calgary, Regina, Winnipeg, Gimli, Hecla Island, Vatnabyggð og Saskatoon. Flogið heim frá Edmonton. Leiðsögumaður verður Kent Lárus Björnsson. www.kentlarus.is

Verð 250.000 m.v. 2 í herbergi. Takmarkað sætaframboð

Til að skrá sig, sendið tölvupóst á kentlarus@gmail.com

Nánar er hægt að sjá um ferðina hérna: https://sway.com/3etWgO2a7Y3tpt6U?ref=email