Tónleikar í Iðnó sunnudaginn 16. október 2011

Sunnudaginn 16. október 2011 kl. 20 halda Voces Thules tónleika í Iðnó. Dagskráin verður fjölbreytt; miðaldatónlist í bland við kirkjulega tónlist ásamt glænýju efni sem hópurinn hefur verið að vinna með að undanförnu og flutti m.a. í Frankfurt nýlega. Miðasala við innganginn eða í forsölu í Iðnó.