Heimsókn til Sevilla

Voces Thules voru með smiðju og fyrirlestur á “The international conference for the European Association of Dance Historians” í Sevilla á Spáni 23.,24. og 25. september, þar sem þátttakendur voru bæði nemendur í Conservatorio de danza svo og fulltrúar fjölmargra Evrópulanda á ráðstefnunni. Hópurinn miðlaði þáttum úr rannsóknum Sigríðar Valgeirsdóttur með aðstoð Darrens Royston dansfræðings sem hefur kynnt sér ítarlega rannsóknir hennar.

Hópurinn hélt síðan tónleika í fornaldarbænum Carmona á vegum menningarskrifstofu bæjarins.„Voces Thules spiluðu við nokkuð sérkennilegar aðstæður í Conservatorio Profesional de danza í Sevilla. Meira lifandi verður tónlistarflutningur ekki
“.

„Áhugaverð stafsetning á ýmsu á auglýsingaveggspjaldi í Carmona“.

„Ákveðið var að taka ljósmynd sem skrýða mun næsta hljómdisk Voces Thules sem á að heita “Kafað enn betur í söguna“.

Hurdy Gurdy í vörslu Voces Thules

Voces Thules hafa að undanförnu verið með að láni hljóðfæri nokkurt ægifagurt og hljómþýtt sem RÚV, útvarp allra landsmanna á og hefur nýlega látið yfirfara og lagfæra. Hljóðfærið er 19. aldar Hurdy Gurdy sem, eins og sést, þar sem það hvílir í fangi Sigurðar Halldórssonar, mikil völundarsmíð. Fullyrða má að það fái veglegt hlutverk nú meðan Voces Thules hefur það að láni því sönghópurinn hefur hafið rannsóknir á dönsum og leikjum fornum þar sem hljóðfæri þessarar gerðar voru notuð til tónlistarflutnings fyrr á öldum.

Hljóðfærið hefur verið í eigu RÚV lengur en elstu menn muna, það var smíðað í Frakklandi árið 1863 og elstu starfsmenn RÚV muna eftir hljóðfærinu í hálfgerðu reiðuleysi í skápum hjá útvarpinu á Skúlagötu og enginn man til þess að það hafi nokkurn tíman verið notað.

Það var tónmeistari Ríkisútvarpsins, Bjarni Rúnar Bjarnason, sem hafði veg og vanda að því að ráðist var í það þjóðþrifaverk að gera hljóðfærið upp og koma því í gott lag. Hann hafði síðan milligöngu um að þessi þjóðareign fengi veglegt hlutverk í höndum Voces Thules.

Í útvarpsþættinum Víðsjá á Rás 1 þann 31. maí 2010 var veitt örlítil innsýn í galdra tækisins.
Þáttinn má nálgast með því að smella hérna

Update to vocesthules.is v2.0

Hello fans … new site under constrction!