Voces Thules visits Sevilla Heimsókn til Sevilla

Voces Thules constructed a workshop and a lecture on the “The international conference for the European Association of Dance Historians” in Sevilla, Spain on the 23rd – 25th of September 2010. All participants were students of Conservatorio de danza and representatives from many European countries on the Confrence. Voces Thules topics were from the studies of Sigríður Valgeirsdóttir with help of Darrens Royston, a specialist of dance, that has thoroughly looked into her studies.

The group then performed on a concert in the agent town Carmona in cooperation with the town´s cultural offices.
Voces Thules voru með smiðju og fyrirlestur á “The international conference for the European Association of Dance Historians” í Sevilla á Spáni 23.,24. og 25. september, þar sem þátttakendur voru bæði nemendur í Conservatorio de danza svo og fulltrúar fjölmargra Evrópulanda á ráðstefnunni. Hópurinn miðlaði þáttum úr rannsóknum Sigríðar Valgeirsdóttur með aðstoð Darrens Royston dansfræðings sem hefur kynnt sér ítarlega rannsóknir hennar.

Hópurinn hélt síðan tónleika í fornaldarbænum Carmona á vegum menningarskrifstofu bæjarins.„Voces Thules spiluðu við nokkuð sérkennilegar aðstæður í Conservatorio Profesional de danza í Sevilla. Meira lifandi verður tónlistarflutningur ekki
“.

„Áhugaverð stafsetning á ýmsu á auglýsingaveggspjaldi í Carmona“.

„Ákveðið var að taka ljósmynd sem skrýða mun næsta hljómdisk Voces Thules sem á að heita “Kafað enn betur í söguna“.

Voces Thules new guardians of a Hurdy Gurdy instrumentHurdy Gurdy í vörslu Voces Thules

Voches Thules have been experimenting with a musical instrument that has recently been renovated owned by the National Broadcasting Service (RUV). This instrument, a 18th century Hurdy Gurdy, as seen in the hands of Sigurður Halldórsson, is a masterpiece wherever you look at it. By allowing Voces Thules to use it the Instrument has now an important role since Voces Thules are now investigating and analyzing the old dances and folk dances that are known from the late Middle Ages in Iceland wherein instruments similar til Hurdy Gurdy where used.

This instrument has been within the National Radio for a long time and there are not many sources on why and how it came into the possession of the organization. It is known that it was built in the year 1863 in France.

It was the head of the division of Classical Music, Mr. Bjarni Rúnar Bjarnason, that had the infinity of rebuilding the instrument. He then arranged things so that this “national treasure” can now be used in the research work of Voces Thules.

You can listen to a short interview from May 31. 2010 on the radio program Víðsjá on RÚV and hear this instrument as it sounded on rehearsal that same day.Voces Thules hafa að undanförnu verið með að láni hljóðfæri nokkurt ægifagurt og hljómþýtt sem RÚV, útvarp allra landsmanna á og hefur nýlega látið yfirfara og lagfæra. Hljóðfærið er 19. aldar Hurdy Gurdy sem, eins og sést, þar sem það hvílir í fangi Sigurðar Halldórssonar, mikil völundarsmíð. Fullyrða má að það fái veglegt hlutverk nú meðan Voces Thules hefur það að láni því sönghópurinn hefur hafið rannsóknir á dönsum og leikjum fornum þar sem hljóðfæri þessarar gerðar voru notuð til tónlistarflutnings fyrr á öldum.

Hljóðfærið hefur verið í eigu RÚV lengur en elstu menn muna, það var smíðað í Frakklandi árið 1863 og elstu starfsmenn RÚV muna eftir hljóðfærinu í hálfgerðu reiðuleysi í skápum hjá útvarpinu á Skúlagötu og enginn man til þess að það hafi nokkurn tíman verið notað.

Það var tónmeistari Ríkisútvarpsins, Bjarni Rúnar Bjarnason, sem hafði veg og vanda að því að ráðist var í það þjóðþrifaverk að gera hljóðfærið upp og koma því í gott lag. Hann hafði síðan milligöngu um að þessi þjóðareign fengi veglegt hlutverk í höndum Voces Thules.

Í útvarpsþættinum Víðsjá á Rás 1 þann 31. maí 2010 var veitt örlítil innsýn í galdra tækisins.
Þáttinn má nálgast með því að smella hérna

Voces Thules at NOMEMUS mideval music festivalVoces Thules á NOMEMUS miðaldartónlistarhátíðinni

Dagana 10. – 12. september 2010 var Voces Thules boðið að koma fram á miðaldatónlistarhátíðina NOMEMUS sem haldin var í tengslum við Söderköpings Gästebud í bænum Söderköping í Svíþjóð. Bæði tónlistarhátíðin og „gestaboðið“ er helgað liðnum tíma með áherslu á annars vegar miðaldatónlist með tónlist frá árunum 1200 -1300 en einnig lifnaðarhætti og menningu aðra á miðöldum.

Á tónlistarhátíðinni sungu Voces Thules tónleika þar sem dagskránni var skipt upp í kirkjulega (Vesper), söngdansa, drauma og fyrirboða úr Sturlungu og bardagakvæði. Tónleikarnir voru haldnir í Drothems Kyrka, kirkju sem byggð var á 13. öld og hentaði vel fyrir þann tónlistarflutning sem Voces Thules buðu uppá fyrir fullu húsi.


Drothems Kyrka
Voces Thules voru einnig beðnir að syngja á útiskemmtun í „Gestaboðinu“ en hún fór fram í samvinnu við hestamannafélag heimamanna sem heitir „Ridum“ en í því eru hestamenn sem ríða íslenskum hestum. Íslensku hestarnir virtust kunna vel að meta að hitta landa sína í Voces Thules og töltu, skeiðuðu, brokkuðu og jafnvel dönsuðu í takt við tónlistina sem Voces Thules frömdu við logandi kyndla á útihátíðarsvæði í jarði bæjarins.

Auk framangreinds voru Voces Thules með fyrirlestu um íslenska miðaldatónlist með áherslu á dagskrána í Drothems Kyrka.

Voces Thules performe “Sturlungu”Voces Thules syngja úr Sturlungu!

Tónleikar í Fríkirkjunni í Reykjavík 26. ágúst n.k.

Voces Thules syngja úr Sturlungu!

Miðvikudagskvöldið 26. ágúst kl. 20.30 heldur sönghópurinn Voces Thules tónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík. Þungamiðja tónleikanna verður “draumar og fyrirboðar fyrir Örlygsstaðafund” sem skráðir eru í Sturlungu. Tímasetningin er viðeigandi því nú um þessar mundir, nánar tiltekið í gær, 21. ágúst, var 771 ár liðið frá Örlygsstaðafundi, þeim atburði sem markar upphaf endaloka þess tímabils í Íslandssögunni er Íslendingar réðu sínum málum sjálfir og varði það ástand um aldir.

Draumar og fyrirborðar er flokkur kvæða sem kveðin voru fólki í draumi í aðdraganda Örlygsstaðabardaga, og hefur hópurinn tónsett kvæðin og útsett fyrir raddir og miðaldahljóðfæri í samvinnu við Arngeir H. Hauksson. Tónlistin kom út á hljómdiski fyrr á þessu ári en sönghópurinn var tilnefndur til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs fyrir útgáfuna. Auk kvæðanna úr Sturlungu flytur hópurinn bæði kirkjulega og veraldlega tónlist sem spannar miðaldirnar í íslenskri sönghefð, allt frá þáttum úr Völuspá og Höfuðlausn Egils Skallagrímssonar til trúartónlistar sem skrifuð var í íslenskum klaustrum framá miðja 16. öld.
Sönghópurinn hélt nýlega tónleika, m.a. í Þykkvabæjarklausturskirkju í Álftaveri á Þorláksmessu á sumri, en fyrsti ábótinn þar var Þorlákur helgi, og á Sturlungaslóð í Skagafirði, í kirkjunni á Miklabæ þar sem Sturlungar voru stráfelldir árið 1238. Þá mun hópurinn koma fram á fyrsta þingi Rikinifélagsins að Hólum í Hjaltadal 29.-30 ágúst n .k. þar sem fjölmargir iðkendur fornrar íslenskrar tónlistar munu koma saman og flytja tónlist frá ýmsum tímum.
Tónleikarnir í Fríkirkjunni eru liður í þessari yfirferð sumarsins og þeir einu í Reykjavík á þessu sumri. Miðar verða seldir við innganginn.

Voces Thules releases (CD’s)Útgáfur Voces Thules

Ljósmyndir af útgáfum Voces Thules


· Þorlákstíðir.
Officium S.Thorlaci, þrír geisladiskar og DVD-diskur að auki. Útgefandi Voces Thules 2006

· Sé ég eld yfir þér
Sék eld of þér – draumar og fyrirborðar fyrir Örlygsstaðabardaga. Útgefandir Voces Thules 2009.

Hvoru tveggja fáanlegt hjá 12 tónum við Skólavörðustíg, sem annast dreifingu en auk þess í mörgum hljómplötuverslunum.
Einnig fáanlegt hjá meðlimum Voces Thules og á www.gogoyoko.is