O beata Cecilia

Voces Thules syngja heilagri Sesselju til dýrðar og halda almenna söngskemmtun í Langholtskirkju þriðjudaginn föstudaginn 9 desember.  Tónleikarnir hefjast kl. 21 og verða miðar seldir við innganginn og kosta kr. 2000.. Komið verður víða við á tónleikunum, sungið í bland kirkjulegt og veraldlegt efni. Það er sérstakt
ánægjuefni að sönghópurinn mun á tónleikunum nota í fyrsta skipti Hurdy Gurdy sem Ríkisútvarpið á og hefur látið gera upp og lánar sönghópnum. Hér er hægt að sjá sýnishorn úr Kastljósi RUV.

Tónleikum í kvöld,22.11. 2011 frestað

Vegna veikinda er tónleikunum o beata Cecilia, sem vera áttu í kvöld, frestað. Nánar síðar.

O beata Cecilia

Voces Thules syngja heilagri Sesselju til dýrðar og halda almenna söngskemmtun í Langholtskirkju þriðjudaginn 22. nóvember n.k. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og verða miðar seldir við innganginn og kosta kr. 2000.. Komið verður víða við á tónleikunum, sungið í bland kirkjulegt og veraldlegt efni. Það er sérstakt
ánægjuefni að sönghópurinn mun á tónleikunum nota í fyrsta skipti Hurdy Gurdy sem Ríkisútvarpið á og hefur látið gera upp og lánar sönghópnum -sjá auglýsingu hér: O beata Cecilia

Yfirlit íslenskrar tónlistarsögu á Bókamessunni í Frankfurt

Voces Thules munu koma tvívegis fram á viðburðum tengdum Bókamessunni í Frankfurt en eins og kunnugt er þá er Ísland heiðursgestur á hátíðinni og íslenskar bókmenntir í öndvegi. Aðaltónleikarnir verða 1.október. Sjá hér:http://www.archaeologisches-museum.frankfurt.de/english/temporary/sagaage.html

 

Sviðsmyndin var einstök á tónleikum VT í Frankfurt (frá æfingu).

Tónleikar í Ísafjarðarkirkju sunnudaginn 25. september 2011

Voces Thules verða með tónleika í Ísafjarðarkirkju sunnudaginn 25. september 2011. Tónleikarnir hefjast kl. 16. Sönghópurinn mun flytja kirkjulega tónlist en einnig verða veraldleg verk á dagskrá.

Skriðuklaustur, Voces Thules syngja í klaustri!

Voces Thules komu fram við lok hátíðarinnar Ormsteiti á hinu sögufræga Skriðuklaustri í Fljótsdal 21. ágúst. Bæði voru flutt veraldleg lög á tónleikum við safnið að Skriðuklaustri en einnig sungin messa í rústum munkaklaustursins á Skriðuklaustri.

Voces Thules hafa ekki heimildir um hvenær síðast var sungin miðalda, íslensk, messutónlist úr tónlistararfinum, á þessum stað. Kannski hefur það ekki verið gert frá því klaustrið var lagt niður árið 1552 við siðaskiptin, hver veit?

Sr. Lára G.Oddsdóttir, sóknarprestur á Valþjófsstað þjónaði fyrir altari en bróðir David Tencer í reglu KAPÚSÍNA-munka á Kollaleiru við Reyðarfjörð, tók einnig þátt í helgihaldinu ásamt og fleirum (sjá ljósmynd).

Voces Thules – Loksins á Siglufirði …

Frá tónleikunum - nýjasti meðlimur VT, Arngerður Árnadóttir mætt á sviðÞað var löngu tímabært að Voces Thules syngju á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði og það gerðist einmitt á  hátíðinni sem fram fór 6.-10. júlí 2011. Sungnir voru tónleikar í Bátahúsinu við ótrúlega skemmtilegar aðstæður, tónleikapallurinn var síldarbátur og áheyrendur, sem fylltu húsið, sátu á bryggjum og ýmsu sem tengdist sögu Siglufjarðar. Yfirskrift hátíðarinnar var Látum dansinn duna og af því tilefni reiddu Voces Thules fram gömul danskvæði í bland við trúarlega tónlist og efni úr fornbókmenntunum. Hér má sjá blaðagrein/gagnrýni um hátíðina og tónleika Voces Thules úr fréttablaðinu 14. júlí.

Þriðjudagskvöld í Þingvallakirkju

Voces Thules sungu á tónleikaröðinni Þriðjudagskvöld í Þingvallakirkju þann 5. júlí 2011.  Stemmingin var einstök og kirkjan full út úr dyrum og annar eins fjöldi tónleikagesta naut tónleikanna á kirkjuhellunni framan við kirkjuna í einstakri veðurblíðunni.  Brugðið var á það ráð að flytja síðari hluta tónleikanna út úr kirkjunni og voru þeir haldnir við austurgafl hennar og gátu þá tónleikagestir tyllt sér á þjóðargrafreitinn og hlýtt á.  Tónlistin barst víða um hinn helga stað og stórir hópar ferðamanna, sem örugglega áttu ekki von á að fá skammt af íslenskri miðaldartónlist í skoðunarferð sinni um Þingvelli, stöldruðu við og hlýddu á.Áheyrendur tylltu sér á þjóðargrafreitinn og hlýddu á miðaldartónlist

Stefánshellir, Voces Thules og IsNord

Tónleikastaðir eru ekki alltaf hefðbundnir hjá hópnum Voces Thules. Þann 12.júní 2011 söng hópurinn á tónlistararhátíðinni IsNord á tónleikum sem haldnir voru í Stefánshelli í Hallmundarhrauni.  Tónleikarnir voru fjölsóttir þótt ekki hafi verið húsfyllir enda má lengi troða fólki í rúmgóðan helli. Myndin var tekin inn að hellisveggnum þaðan sem tónlistin var flutt .

Heimsókn til Sevilla

Voces Thules voru með smiðju og fyrirlestur á “The international conference for the European Association of Dance Historians” í Sevilla á Spáni 23.,24. og 25. september, þar sem þátttakendur voru bæði nemendur í Conservatorio de danza svo og fulltrúar fjölmargra Evrópulanda á ráðstefnunni. Hópurinn miðlaði þáttum úr rannsóknum Sigríðar Valgeirsdóttur með aðstoð Darrens Royston dansfræðings sem hefur kynnt sér ítarlega rannsóknir hennar.

Hópurinn hélt síðan tónleika í fornaldarbænum Carmona á vegum menningarskrifstofu bæjarins.„Voces Thules spiluðu við nokkuð sérkennilegar aðstæður í Conservatorio Profesional de danza í Sevilla. Meira lifandi verður tónlistarflutningur ekki
“.

„Áhugaverð stafsetning á ýmsu á auglýsingaveggspjaldi í Carmona“.

„Ákveðið var að taka ljósmynd sem skrýða mun næsta hljómdisk Voces Thules sem á að heita “Kafað enn betur í söguna“.